Harmsögur ævi minnar

10.12.04

Komin heim og allt í góðu, búin í tveimur prófum og fjögur eftir.

Þurfti að borga tíuþúsundkall í yfirvigt á Sardiníu. Helvítis Ryanair. Pikkaði út eina strákinn sem var að tsjékka inn og brosti mínu blíðasta. Ég er greinilega ekki eins hugguleg og ég taldi mig vera því hann rukkaði mig fyrir hvert einasta umframkíló. Ég var svo fúl að ég byrjaði aftur að reykja.

Ég ætlaði ekki að lenda í þessu sama á Stansted svo ég tók allt upp úr töskunum og tróð í plastpoka, úlpuvasa og ofan í brækurnar. Stóð svo og svitnaði í röðinni meðan draslið hrundi utan af mér. En það hafðist; ekki króna sem ég þurfti að borga aukalega. Skil reyndar ekki hvaða máli skiptir hvar kílóin eru í vélinni... kemur þetta ekki allt út á það sama? Flugvallapakk.