Harmsögur ævi minnar

15.12.04

Jæja, bara tvö próf eftir... ef ég gæti nú bara drullast til að halda þetta út og læra. Ég er bara algjörlega búin á því, get ekki einbeitt mér. Um leið og ég sest niður stend ég upp og næ mér í vatnsglas, eða nammi, eða fer á klóið, nú eða ég fer að spá í í hverju ég ætla að vera á laugardaginn þegar ég fer út að skemmta mér, eða ég þarf að hugsa um hvað ég ætla að kaupa í jólagjafir. Úff, kannski er ég með athyglisbrest eins og pabbi segir.

Annars er þetta búið að vera fljótt að líða sem betur fer. Eiginlega of fljótt því það er ekkert svo langt þar til ég fer aftur. Sniff sniff.

P.s. Er Jói Fel alltaf að verða massaðri??? Ótrúlegt að sjá manninn.