Harmsögur ævi minnar

21.12.04

Jólasmjólafrí.

Hélt ég yrði rosalega full af orku og stuði þegar ég væri komin í frí en ég geri nú bara lítið annað en að glápa á sjónvarpið. Sem er bara ágætt. Þreif reyndar hjá föður mínum, Neutral-manninum í dag. Hann kaupir bara Neutral-vörur: sjampó, hárnæringu, sápu, þvottaefni, mýkingarefni og allt saman bara. Engin lykt og ekkert. Og svo held ég að þetta sé allt sami vökvinn, lítur a.m.k. allt eins út... lit- og ilmlaust. Hmmm, líst ekkert á þetta. Hann er eins og konan í Fóstbræðrum sem gat bara eldað bjúgu.