Ha ha ha. Varð vitni að hræðilega fyndnu atviki heima hjá fyrrverandi sambýlismanninum. Við erum á leiðinni út í kaffi og hann var fatalaus. Tók þess vegna upp á því að þurrka nærbrækur og sokka í örbylgjuofninum. Á 900 vöttum. Veit ég svo ekki fyrr en hann rífur upp hurðina á örbanum og hendir logandi fatatutlunum á gólfið. Allt brætt saman og götótt. Djöfull hló ég.
Þeir eru nú dúllur þessir karlmenn. En kannski ekki þeir allra skörpustu.
<< Home