Harmsögur ævi minnar

10.1.05

Fór út á laugardagskvöldið, ég og Efisio (sem þið vitið hvort sem er ekkert hver er) máluðum bæinn eldrauðan. Fórum á Iguana, plötusnúðurinn þar hatar mig af því að ég er alltaf að biðja um óskalög og hrindi fólki ef hann spilar þungarokk. Hér kann sko enginn að slamma þannig að það kemur dálítið illa út þegar maður er einn. Á leiðinni heim sáum við að það var búið að kveikja í e-u plastdrasli á stillönsum fyrir utan e-ð hús. Við ákváðum náttúrulega að hringja á slökkviliðið; tók tíma því Ítalir eru ekki bara með eitt neyðarnúmer heldur þrettán eða eitthvað. Einhver var viss um að 115 væri slökkviliðið svo ég hringi:

Ég: Góða kvöldið, heyrðu það er smá eldur hérna í Via Manno... í e-u plastdrasli.
Slökkvigaur: Nú? Númer hvað er þetta?
É: Ég veit það ekki... við hliðina á Zöru.
S: Óóókey, og hvað heitir þú?
É: Deeza X-sdóttir.
S: Deeza X-sdóttir??!!
É: Jamm.
S: Hvaðan ertu?
É: Ég er frá Íslandi.
S: Nú nú nú! Og hvað, Erasmus þá eða?
É: Ja, sko, ég var Erasmus nemi í fyrra en núna er ég bara í fjarnámi.
S: Ég skil, og finnst þér gaman á Sardiníu?
É: Já alveg æðislegt bara.
S: Ha ha ha ha, en gaman.
É: Já ha ha ha!
...
É: Heyrðu en eldurinn sko...?
S: Hmmm, já ég sendi einhvern til að tékka á þessu þá, ccciiiiiaaao!