Harmsögur ævi minnar

2.1.05

Jæja, gleðilegt ár krúttin mín og takk fyrir allt það gamla!

Gamlárs var fínt, rólegheit að mestu en samt gaman. Ítalir klæða sig yfirleitt aldrei í spariföt þannig að ég var ein í kjól, netasokkabuxum, háhæluðum skóm og með bleikan gloss. Ég var að frjósa úr kulda í þessum manndrápsgaddi hérna en lét mig samt hafa það. Ef maður er ekki pæja á gamlárskvöld hvenær þá?

Einn gaurinn kom með gítar og við trölluðum einhver ítölsk lög sem ég kunni ekki og bað um Stál og hníf á 5 mínútna fresti. Það var ekki orðið við því. Þá spilaði ég íslenska þjóðsönginn og komst að því að ég kann hann ekki heldur. Neyðarlegt. Þá færðum við okkur yfir í bítlalög og flestir sáttir. Endaðir svo með Bretunni Jacqui að dansa við The Ultimate 60's. Jamm, þetta var ágætt. Vaknaði svo bara hress á fyrsta, annað árið í röð sem ég er ekki þunn á nýársdag, það vantar allt fyllerí á fólki hérna þannig að maður er sjálfur bara slakur. Ekkert nema gott um það að segja. Ekki finnst mér gaman að liggja nær dauða en lífi með hausinn ofan í klósettinu.

Set inn e-r myndir við tækifæri, ég held ég sé með vírus í tölvunni þannig að ég þori ekki að tengja súper dúper drifið við hana.