Harmsögur ævi minnar

11.1.05

Fórum nokkur saman í gær til að fá okkur einn bjór. Og föttuðum svo að frá og með deginum í gær eru reykingar bannaðar alls staðar!! Það var samt undarlegt hvað þetta fór ekkert þannig í taugarnar á mér, ég fékk mér bara sígarettu þegar ég tölti heim og var rosa ánægð þegar ég kom heim að fötin mín önguðu ekki af sígarettufnyk. Þannig að þetta er kannski bara ágætt.

Subbi er kominn heim. Hann sagði við mig í gær: "Hvernig var jólafríið hjá þér?", ég svaraði: "Ágætt, en þitt?", "Fínt". Þannig var nú það; skýrt og skorinort. Ég vona að hann misskilji ekki þetta örsamtal fyrir vináttu. En mér finnst kominn tími til að setja inn mynd af helvítinu þannig að ég kynni stolt:

Vil ég biðja fólk að taka sérstaklega eftir skítugu hárinu og djöfullegum eldrauðum augunum.

Svo verð ég að setja mynd af Efisio fyrst það var svona gaman hjá okkur um helgina. Á reyndar ekki myndir af okkur síðan á aðfaranótt sunnudags að henda ruslapokum inn á vinnusvæði, hringja í slökkviliðið og gera dyraöt kl. 5 um nótt, en fann mynd síðan á gamlárskvöld: