Harmsögur ævi minnar

15.1.05

Ég fór í útskriftarveislu í gær til gauks sem ég hef aldrei hitt. Tveir vinir mínir eru hálfpartinn að vinna með honum og mér var boðið með þeim. Svo var þriðja vininum boðið af því að hálfsystir hans bjó í sömu götu og útskriftlingurinn eða e-ð álíka. Skrýtið. Það var samt ógeðslega gaman. Endalaust af ókeypis áfengi og súr ítölsk teiknimyndatónlist frá sjötíu og eitthvað. Ég dansaði svo mikið að ég fékk hlaupasting.