Harmsögur ævi minnar

14.1.05

Var að spila Risk til þrjú í nótt. Hef aldrei spilað það áður og tapaði báðum leikjunum... ágætis spil samt. Ég er ógeðslega tapsár og var geðveikt fúl. Ég fór meira að segja aðeins að grenja þegar ég tapaði einni orrustunni. En ég stefni á að koma tvíefld til leiks næst.

Annars er hálfgerð spilaþurrð búin að ríkja í arabalöndum. Ég var búin að kenna Morten, Heidrunu og Jonathan kana en svo fóru þau bara. Einn meðleigjandinn þolir ekki Trivial. Sami meðleigjandi á óteljandi stríðsspil sem þarf mastersgráðu til að spila, s.s. hitt ægiflókna Axis and Allies úr seinni heimsstyrjöldinni og Roma, þar sem hersveitir berjast um heimsyfirráð í Rómaveldi or whatever. Og að sjálfsögðu nennir enginn að læra þau.

Enginn þolir Monopoly (sem er ömurlegasta spil sem hefur verið fundið upp), öllum finnst Pictionary skemmtilegt en það á það enginn. Við prófuðum m.a.s. Mikado, sem var ágætt en við kunnum ekki almennilega að telja stigin... og svo endar það alltaf á því að maður nær engum pinnum lengur. Það vantar svona grand finale á það.

Svo var það teningaspilið Mexíkani, sem varð að íslensku-brennivíns-drykkjuspili. Held að það muni enginn reglurnar í því lengur... eða hvort það var skemmtilegt yfir höfuð. Oj oj oj.