Harmsögur ævi minnar

14.1.05

Fékk góða pikköpplínu um síðustu helgi. Feitlaginn gaur vatt sér upp að mér og spurði: "Notarðu linsur? Ef svo er þá skal ég gefa þér afslátt í gleraugnabúðinni MINNI. Viltu koma í göngutúr á morgun?". Það skal tekið fram að þetta var kæft í fæðingu. Helvítis samt að fá ekki afslátt... ég vissi að það myndi koma sér vel einn daginn að sjá illa. Ég get kannski fengið afslátt af sólgleraugum.