Harmsögur ævi minnar

15.1.05

Æi, nú er e-ð lið að fara að koma heim til mín... af því að Subbi fer heim á mánudaginn þarf víst að kveðja hann. Við eigum semsagt að panta pizzur og fara svo e-ð út á lífið. Ég nenni bara hvorki að panta pizzur né fara út á lífið. Ligg í mestu makindum uppi í rúmi með tölvuna... er að þykjast vera læra en í rauninni að lesa umræðuna á Barnalandi... ég veit, neyðarlegt.

Eníhú, held ég bíði bara inni í herbergi þangað til e-r nær í mig. Kannski gleyma þau bara að ég eigi heima hérna. Ég er heldur ekkert svöng, át hálft kíló af pasta með smjöri og tsjillíkryddi (og nokkra þrista í eftirrétt) fyrir ekki svo löngu. Plís gleymiði mér!

Hvað er svo með fólk sem er alltaf að skipta sér af manni og því sem maður er að gera? Djöfull getur það farið í taugarnar á mér.

"Ég myndi sko ekki setja þetta á mína samloku"
"Ég myndi ekki setja óreganó í þessa pastasósu"
"Af hverju ætlarðu að þvo sokkana með bolunum?"
"Af hverju hangir snyrtibuddan þín þarna? Væri ekki betra að hafa hana annars staðar?"
"Ég myndi skipta um skrifborðsstól ef ég væri þú"

Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar fólk treður upp á mann óumbeðnum ráðleggingum.

Ef ég vil fá álit eða aðstoð... I'LL ASK FOR IT - IDIOTS!!!!