Harmsögur ævi minnar

18.1.05

Mér líður eins og stórum munni með fætur. Ég er svo gjörsamlega botnlaus þessa dagana að það er ógeð. Geng bara um íbúðina með ginið opið og allt sem verður á vegi mínum hverfur ofan í mallakút. Ekki er verra ef það er e-ð steikt ógeð... ommiletta, steiktar pulsur í BBQ sósu, mozzarella með olíu og salti... nú eða beikonsamloka. Og verst að það er til nóg af þessu í ísskápnum því svona drasl kostar svo lítið. Ég er skíthrædd um að það stefni í óefni, er ekki frá því að einhverjar buxur séu orðnar ogguþröngar í mittið. Ég fitna líka svo asnalega; svona eins og karlmaður - frá mitti og uppúr. Bara risabumba meðan lærin og rassinn haldast eiginlega eins. Ferlega hallærislegt.