Harmsögur ævi minnar

19.1.05

Ég á nú ekki til orð! Var að horfa á "Í býtið" á netinu... þ.e.a.s. þáttinn í gær (18.01.). Þar voru þau Heimir og Inga Lind að spjalla við e-a íslenska konu sem býr á Ítalíu. Var m.a. rætt um hið alræmda ítalska fyrirtæki Impregilo og vildu þáttastjórnendur fá það á hreint hvernig bera ætti nafnið fram. Og skv. þessum "ítölskusérfræðingi" sem talað var við þá á að segja "Im 'preg lio". Eh???? Hún ætti kannski að reyna að finna sér einhver hljóðfræði-/framburðarnámskeið á staðnum sem hún býr á. Það er algjörlega ómögulegt að bera nafnið fram á þennan hátt, einfaldlega vegna þess að g-ið og l-ið standa ekki hlið við hlið í orðinu. Jafn fáránlegt og að bera köttur fram kötutr. Svei mér þá...