Harmsögur ævi minnar

19.1.05

Aaah, mikið er gott að búa í Subbalausri íbúð.

Hann var reyndar búinn að tala við Ritu (lendleidí) um að leigja e-m öðrum herbergið í febrúar svo hann myndi spara sér einn mánuð í leigu. Ég gerði það sama þegar ég kom heim í febrúar í fyrra... tæmdi herbergið, tróð öllu draslinu mínu í pappakassa og svo bjuggu tveir Pólverjar í því meðan ég var ekki. Smart.

Nema hvað að Subbi virðist ekki alveg hafa skilið að forsenda þess að hægt sé að leigja herbergið öðrum er sú að það sé TÓMT. Hann er tregur, kræst. Fór inn til hans í gær... rúmið er óumbúið, fataskápurinn er fullur af fötum, skítug handklæði á gólfinu, þvottur hangandi á þvottasnúru, pokar með tómum gosflöskum og pizzukössum út um allt... það er eins og hann hafi skroppið út í sjoppu.

Rita ammoníaksjúka á eftir að fá áfall ef hún sér þetta. Svo er líka vond lykt inni hjá honum í ofanálag.

Mér finnst þetta fínt; þýðir væntanlega að við verðum bara þrjú í rólegheitum í einn og hálfan mánuð. Gott mál.