Harmsögur ævi minnar

22.1.05

Lenti í sjúku atviki um daginn. Rita lendleidí fékk e-a hrikalega upp og niður pest, greyið. Ég tölti yfir til að tékka á henni og hún útskýrði fyrir mér í (allt of miklum) smáatriðum hörmungum næturinnar, klósettferðum og alles. Meðan hún var að segja frá var hundkvikindið skoppandi í kringum okkur, prumpandi eins og andskotinn sjálfur því hann hafði étið heilan konfektkassa.

Þetta var svo absúrd að ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta.

Er þetta blogg kannski farið að snúast full mikið um kúk???