Ég vona að skólabækurnar mínar fari að koma frá Barnes & Noble. Ég á svo fínt dót sem ég get ekki beðið eftir að nota... ég fékk t.d. sent frá Íslandsbanka undirstrikunarpenna með litlum póst-its hólk á öðrum endanum... ég sver það - það leið næstum því yfir mig af spenningi þegar ég sá hvað þetta var. Nú, ég er búin að undirstrika svolítið í glósunum en hef eiginlega ekkert getað notað póst-itsin, nema kannski rétt til að afmarka kaflaskil og þess háttar. Svo á ég líka aðeins stærri mínípóst-its í öðrum lit... jahá, það er aldeilis spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman. Maður er alveg kreisí!
<< Home