Harmsögur ævi minnar

24.1.05

Búhú, fór að passa eldsnemma í morgun... setti Anastasíu (teiknimyndina þ.e.a.s.) í dvd-ið og dottaði yfir henni. Krakkinn var alltaf að reyna að fá mig til að taka þátt og kommenta og spyrja mig spurninga og svona, ég bara var alveg dauð. Enda skil ég ekkert af því sem hann segir... greyið, hann er að verða 5 ára og það er enginn leið að skilja hann, kannski talar hann bara e-a skrýtna mállýsku... korsísku eða e-ð. Tjah, eða portúgölsku. Svo tókst honum að káma heila peysuermi út í prumpuslími. Það var afar skemmtilegt að reyna að ná því úr.

Á leiðinni heim kom ég við hjá kaupmanninum á horninu (nýja sko, fann kaupmann sem er geðveikt myndarlegur, okkar kaupmaður er nefnilega soldið sjabbí og er með gamalt dót og útrunnið marmelaði) en hann var ekki við... bara e-r kellingartuðra sem seldi mér brennt brauð.

Jámms og jamms, það er ekki alltaf auðvelt að vera ég.