Harmsögur ævi minnar

31.1.05

Júhú! Lasin aftur.. kominn tími til, ég er ekki búin að vera veik síðan í hvah... byrjun mánaðarins eða eitthvað. Tölti til doksa og fékk meira af ókeypis fúkkalyfjum og aerosol mixtúru. Og vottorð fyrir ræktina. Maður þarf nefnilega að koma með læknisvottorð ef maður skráir sig á líkamsræktarstöð. Ég veit ekki af hverju, kannski ef maður fær hjartaáfall á hlaupabrettinu. En er það ekki bara sjálfum manni að kenna? O jæja, einhver ástæða hlýtur að vera fyrir þessu... nenni svosem ekki að velta mér upp úr því.

Byrjaði svo nýtt líf í dag. Ekki búin að éta nammibita, jólaköku eða bara neitt óhollt. Enda lá ég bara í e-u sykur kóld törkíi allan seinni partinn. Meeen, langaði ógeðslega í kex eða bara e-ð sætt en þekkjandi sjálfa mig og algjöran skort á hæfileikanum að borða BARA EITT STYKKI þá lét ég það vera og laumaðist í eina sígó í staðinn.

Já já já, ég veit það er óhollt og bla bla bla. Ég dey þá bara. Ég verð a.m.k. ekki feit.