Harmsögur ævi minnar

5.2.05

Nú er ég aldeilis komin í sparnað. Fór í búðina í dag og keypti fullt af ódýrum mat... pasta á tilboði, baunir, hrísgrjón og alls konar hundleiðinlegt drasl þegar mig langaði mest að fylla körfuna af jömmí ostum og kjöti.

Vantaði líka andlitskrem og ákvað að sleppa 5000 króna Clinique kreminu mínu (því það er augljóslega bruðl!). Keypti í staðinn e-ð stórmarkaðskrem, Bónuskrem: Hinn bezti kostur fyrir yðar húð. Keypti líka 3ja lítra dúnk af hárnæringu sem á stendur (n.b. á portúgölsku): Hárnæring er góð fyrir hárið.

Já maður er sko alltaf að spara.

Svo kom Rita við áðan með nýdjúpsteiktar sykraðar bollur. Það var snilld. Ég er ekki einu sinni með samviskubit því laugardagar eru nammidagar. Eins og restin af vikunni... o jæja, ég byrja af fullum krafti á mánudaginn.