Harmsögur ævi minnar

11.2.05

Jæja, tókst loksins að vakna... ekki af góðu reyndar. Pakkið fyrir neðan okkur keypti íbúðina fyrir ofan okkur og eru að gera hana upp. Að gera upp íbúð hérna þýðir greinilega að ryðja niður öllum veggjum og innréttingum og það er sko byrjað kl. 7 á morgnana.

Fyrir utan helvítis hávaðann er ég líka skíthrædd um að þessir klaufsku iðnaðarmenn brjóti niður e-a stoðveggi og ég fái loftið ofan á mig. Þeim tókst nú að bora niður í eldhús hjá okkur úr íbúðinni fyrir ofan. Og eins og þetta sé ekki nóg þá er sama pakkið (þau búa ennþá fyrir neðan) með nýfæddan krakkaorm sem gólar og grenjar. Þau eru alls staðar. Ég var svo fúl í morgun þegar ég vaknaði við þetta að ég var næstum því búin að hringja á lögguna. En í staðinn steytti ég hnefann reiðilega í átt að loftinu.

Mig minnir nú að þetta lið hafi einhvern tímann kvartað þegar við vorum með partý... eins gott að þau reyni það ekki aftur.