Harmsögur ævi minnar

15.2.05

Var að koma frá Ritu (sörpræs sörpræs). Við erum lagstar í líkjöraframleiðslu af miklum móð og í kvöld var lagt í ljúffengan sítrónulíkjör og unaðslegan mandarínulíkjör. Ég er svo mikill nagli að ég fékk blöðrur á hægri hendina af því að skræla sítrónur. Skrældi og skrældi eins og skrattinn sjálfur svo um var talað. Eftir skræl gæddum við okkur á uppskerunni frá því í síðustu viku og átum sæt ravioli fyllt með heimagerðu marsipani, velt upp úr flórsykri. Jömmí. Ég held að þessi blessaða megrun geti bara hypjað sig þangað sem sólin ekki skín. Maður neitar nú ekki svona kræsingum.