Harmsögur ævi minnar

13.2.05

Djöfull hata ég sunnudaga. Búin að liggja í þunglyndi í allan dag... og rigning úti í ofanálag. Gekk meira að segja svo langt að ég fékk heimþráarkast. Verandi heima og liðið eins hefði ég þó sjálfsagt óskað mér þess að vera einhvers staðar í útlöndum. Jamms, maður er aldrei ánægður.

Lenti annars í skrýtinni reynslu í nótt, ég hrökk nefnilega upp við það að einhver var að strjúka blíðlega á mér kinnina. Ég lá grafkyrr, opnaði augun en sá engan. Þurfti svo að pissa svo ég stóð upp og þá var svefnherbergishurðin opin. Ég loka henni alltaf og ég lokaði henni líka í gær. Geðveikt krípí... ég ætlaði næstum ekki að þora á klóið. Gekk þó allt áfallalaust fyrir sig... og ég hitti engan. Thank god.