Harmsögur ævi minnar

20.2.05

Ósköp viðburðalítil helgi hjá mér... rigning, þrumur og eldingar. Voða notalegt. Tók mig til og raðaði myndum í möppur í tölvunni. Hélt að það yrði ekkert mál að halda myndunum skipulögðum eftir að maður varð svona stafrænn og huggulegur. En ég er alveg sama lufsan og fyrir stafrænt. Heima bíður mín fullur Hagkaupspoki af ljósmyndum héðan og þaðan, sumum í umslagi, sumum stökum. Djöfull nenni ég ekki að fara í gegnum þær.

Annars var ég að sjá að ég á örugglega ekki eftir að hafa efni á að fara út aftur eftir vorpróf. Sú tilhugsun gerir mig óendanlega þunglynda. Það þýðir að ég þarf að hanga á klakanum í einhverri skítavinnu allt sumarið. Í rigningu og roki. Viiiiil ekki....