Lenti í geðveikt dónalegri afgreiðslukonu í gær. Sat á kaffihúsi með tveimur vinum og drakk kaffi og mirto í mestu huggulegheitum. Við sátum úti því það má náttúrulega ekki reykja inni neins staðar.
Nema hvað að eftir all langan tíma þurfti ég að fara á klósettið svo ég labba inn og er að opna klósetthurðina þegar ég heyri frá einhverri tík á barnum, sem var reyndar ekki sú sem afgreiddi okkur úti:
Tík: "Heyrðu afsakið!"
Ég: "Ha hvað?"
Tík: "Get ég e-ð aðstoðað?"
Ég: "Nei ég ætlaði bara á klóið..."
Tík: "Já, maður heilsar nú og biður um leyfi"
Ég: "Ha heilsar? Ég heilsaði nú afgreiðslustúlkunni þegar hún afgreiddi okkur fyrir tveimur tímum síðan" (minntist ekki einu sinni á að hún gleymdi pöntuninni okkar)
Tík: "Já samt kurteisi sko... þú veist heldur ekkert hvort klósettið er upptekið"
Ég: "Góðan daginn, má ég fara á klóið?"
Tík: "Já alltílæ"
Ég átti nú bara ekki til orð! Þvílík herfa.
<< Home