"Ofninn" minn dó. Eftir að kúturinn í gasofninum kláraðist hef ég notast við e.k. rafmagnsviftu-ofn sem blæs heitu lofti. Þetta er svona svipað gagnlegt og að setja hárþurrku í gang en þó skárra en ekkert. Kvikindið tók upp á því að fremja sjálfsmorð, hætti að ganga og dreifði ískyggilegri brunalykt um allt hús.
Það er núna svo SKÍTKALT í herberginu mínu að það er ekki eðlilegt! Í nótt svaf ég alklædd, í tveimur peysum og með húfu. Svo varð mér ógeðslega kalt á nefinu því það var eini hlutinn af mér sem stóð út úr. Þá setti ég hausinn undir sængina og ég held svei mér þá að það hafi liðið yfir mig því ég var nýbúin að prumpa.
Gaman að því.
<< Home