Ég var að kvarta yfir því við Ritu um daginn hvað hárið á mér væri mislitt. Það var nefnilega mjög ljóst eftir sumarið en það sem hefur sprottið eftir það er bara svona fallega einskis litað; hinn frábæri íslenski sauðalitur. Nema hvað, þetta var nú ekkert stórt vandamál fannst mér... sauðaliturinn er alls ekki ljótur þannig séð... svo þegar sól fer að hækka á lofti lýsast lokkarnir á ný. En Rita tók málin í sínar hendur og keypti fyrir mig hárlit. Ó já... og það sko ekkert hálfkák heldur Nordic Colors: Biondo Platino. Ég fékk taugaáfall þegar ég sá þetta, það er e-r sænsk gála með hvítt hár framan á pakkningunni. Pjúra aflitun... fokk, þetta verður vægast sagt hræðilegt. Nema ég endi eins og Gwen Stefani, það væri nú ekki leiðinlegt.
7.3.05
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Æi nú þarf ég að skrifa ritgerð og nenni ekki. Ég ...
- En ánægjulegt!Ég ákvað að vigta mig mér til gamans...
- Subbi kom heim í gær. Byrjaði ekki vel... ég gekk ...
- Jæja, nú má sko alveg fara að hlýna aðeins. Ég er ...
- Úff... búin að hafa voða lítinn tíma... Ekkert mik...
- Jæja... ætli það sé ekki kominn tími til að hætta ...
- "Ofninn" minn dó. Eftir að kúturinn í gasofninum k...
- Var hjá Ritu... held svei mér þá að ég sé með ofnæ...
- Heyrðu nú mig... ég var aldeilis göbbuð í gær. Var...
- Ég var í búðinni að kaupa mér mjólk, kornflex og s...
<< Home