Harmsögur ævi minnar

7.3.05

Ég var að kvarta yfir því við Ritu um daginn hvað hárið á mér væri mislitt. Það var nefnilega mjög ljóst eftir sumarið en það sem hefur sprottið eftir það er bara svona fallega einskis litað; hinn frábæri íslenski sauðalitur. Nema hvað, þetta var nú ekkert stórt vandamál fannst mér... sauðaliturinn er alls ekki ljótur þannig séð... svo þegar sól fer að hækka á lofti lýsast lokkarnir á ný. En Rita tók málin í sínar hendur og keypti fyrir mig hárlit. Ó já... og það sko ekkert hálfkák heldur Nordic Colors: Biondo Platino. Ég fékk taugaáfall þegar ég sá þetta, það er e-r sænsk gála með hvítt hár framan á pakkningunni. Pjúra aflitun... fokk, þetta verður vægast sagt hræðilegt. Nema ég endi eins og Gwen Stefani, það væri nú ekki leiðinlegt.