Harmsögur ævi minnar

11.3.05

Eitthvað er maður andlaus... geeeeisp. Nenni ekki að læra á föstudegi - hvað er þetta alltaf með e-a deddlæna á föstudagskvöldum?

En gleymdi að segja frá því um daginn að ég fór að grenja úr hungri. Ég var nefnilega að versla í risabúð með meðleigjanda og mundi allt í einu að ég var ekki búin að borða í heillangan tíma (á minn mælikvarða). Ég ætlaði þess vegna að skella mér á McDonalds sem er í sömu byggingu en það var búið að loka. Þvílík vonbrigði. Ég hefði getað sleikt afgreiðsluborðið því ég var gjörsamlega að deyja. Ég bað þá um að henda a.m.k. í mig litlu mæjonesboxi en nei, búið að loka. Við fórum þá á næsta McDonalds með vatn í munni og fitulykt í vitum en var þá ekki búið að loka þeirri helvítis búllu líka!! Og það var semsagt á þessum tímapunkti sem ég fór að grenja og stappa niður fótum. Mjög þroskað... og það er nú heldur ekki eins og maður sé e-ð vannærður! En samt, mér líður bara svo illa þegar ég verð svöng. Kannski er ég bara sykursjúk? Það er sko ekkert gamanmál!