Harmsögur ævi minnar

13.3.05

Ég er ekki einu sinni komin með BA próf og ég er strax farin að huga að framhaldsnámi. Allt til þess að þurfa ekki að vinna. Ekki það að mér þyki leiðinlegt að vinna, nei nei nei, ekki svona í sjálfu sér.

Það bara fylgir eitthvað svo mikil niðurnegling því að vera í vinnu. Maður þarf alltaf að mæta e-ð á ákveðnum tíma og kemst aldrei neitt og fer í sumarfrí í einhverjar fyrirfram ákveðnar 3 vikur á ári... hrollur. Það er svo mikil endastöð eitthvað. Svo þarf maður að kaupa sér íbúð í Grafarvogi og fá sér bílalán og vera með auka lífeyrissparnað og eitthvað húsgagnadrasl á Vísa-rað og á endanum drukknar maður í einhverju plebbamerbauparketsgubbi.

Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda einu sinni.