Harmsögur ævi minnar

13.3.05

Ég er með stíflað nef og hausverk og nú er ég líka með illt í maganum því ég kláraði súkkulaðikökuna (úr afmælinu í gær) í morgunmat. Gott á mig kannski.

Ég ætlaði að glápa aðeins á imbann en það er nú ekki eðlilegt hvað það er ömurleg dagskrá í ítalska sjónvarpinu á sunnudögum. Ég get semsagt valið um: sunnudagsmessuna, stjörnumerkja/spámannsþátt, skíði, fótbolta, fótbolta, fótbolta, mótorhjólakappakstur, umræðuþátt um stjórnmál, fréttir og fræðsluþátt um kafbáta. Kommonn!!! Er ekki hægt að sýna bíómyndir eða ömurlega bandaríska gamanþætti eins og heima??

Svo má nú bæta því við að virku kvöldin eru stútfull af eðal kvikmyndum sem maður annaðhvort gleymir eða má ekki vera að því að horfa á. Allt Berlusconi að kenna örugglega.

Svo er ég að fara að passa á morgun kl. 6!!!! 6!!!!!!!!!! Hólímólí...