Harmsögur ævi minnar

14.3.05

Fór að passa kl. 6. Komin á fætur stundvíslega 5.10 og allt í stuði. Kom krakkanum í skólann á réttum tíma og var því laus e-ð um 8:30. Ég er með annan bílinn þeirra í láni þessa vikuna því mamman er á Íslandi.

Nú, hefði ég labbað heim hefði ég verið komin um 9-leytið. Á bílskrattanum gekk ég inn úr dyrunum kl. 11:30. Það tók mig fjandans 3 klukkutíma að finna stæði. Argasta helvíti og tímasóun þessar bíldruslur. Sjáum til hvernig gengur á morgun.