Harmsögur ævi minnar

18.3.05

Fékk smá aur í vasa úr barnapössuninni og ákvað að gera mér glaðan dag með því að kíkja í oggu verslanaleiðangur.

Keypti brauð (gróft og fínt - mætti halda að það væru jólin!), ógeðslega girnilega eftirréttamatreiðslubók á 250 krónur og andlitsvatn.

Þetta með andlitsvatnið kostaði nú smá samviskubit þar sem ég var búin að lofa sjálfri mér að eyða ekki peningum í óþarfa, þar með taldar rándýrar snyrtivörur. En síðan ég hætti að nota áðurgreint andlitsvatn hefur húðin á mér tekið upp á því að unga út bólum í tugavís og núna lít ég út eins og bólótti afgreiðslustrákurinn í The Simpsons. Ég ákvað því að þetta væri vara sem ekki væri hægt að fórna.

Var reyndar hálf nervus að fara inn í snyrtivörubúðina svona útlítandi. Ég fór nefnilega einu sinni í snyrtivörubúð heima og spurði um e-ð gott meik. Afgreiðslukonan svaraði að bragði: "Jááá, ég er eiiiinmitt með frábært meik fyrir óhreina og bólótta húð!". Gee thanks. Ég veit ekki með ykkur en mér fannst nú að hún hefði getað orðað þetta aðeins snyrtilegar.

En ég lenti ekki í neinu veseni hérna, keypti andlitsvatnið og pillaði mér út. Fékk meira að segja prufur. Djöfull elska ég snyrtivöruverslanir sem gefa prufur.