Vááá, ég bloggaði um það síðasta haust að ég hefði ruglast á augnfarðahreinsi og nakklalakkshreinsi þegar ég ætlaði að þrífa framan úr mér glyðruandlitið og brenndi næstum úr mér bæði augun.
Nú, ég var að lesa gömul blogg frá mér (já þegar maður er búinn að fara blogghringinn 7 sinnum og ekkert í gangi þá byrjar maður bara að lesa gömul blogg frá sjálfum sér, sad but true), og haldiði ekki að sama dæmið hafi komið fyrir mig 2003??? Hvað er þetta maður, spurning um að vera stupid eða stupid. Best að setja stóran hauskúpulímmiða á acetonflöskuna svo þetta endi ekki með stórslysi.
Annars er ég að mygla hérna... nennti ekki að læra því ég vaknaði 5 í morgun, lagði mig svo í klukkutíma fyrir hádegismat og maður verður ferlega skrýtinn af því að sofna svona á daginn. Allur hálf skakkur e-ð. Svo ég hékk bara á netinu og horfði á skautakeppni í sjónvarpinu. En núna er ég náttúrulega með geðveikt samviskubit.
Ætli maður slái þessu ekki bara upp í kæruleysi og hói í Trivial og öl eða eitthvað. Eða vodka, kominn tími á að fá sér almennilega í báðar tærnar. Verst að þetta pakk kann ekkert að fá sér í glas og ég enda alltaf ein full. Það er frábært.
Eða þannig.
Kannski þýðir þetta þá að þetta pakk KANN að fá sér í glas. Hmmm.... þýðir samt ekkert að pæla í því þegar ég er að spila. Ég sturlast alltaf úr metnaði og keppnisskapi og sturta í kokið á mér af jafnmikilli hörku og ég kasta teningnum og pirra fólk með píkuskrækjum. Enda ældi ég einu sinni heima hjá Jóhönnu eftir hálftíma af Actionary... held samt að það hafi meira verið út af spilastressi og offorsa heldur en áfengisneyslu.
Best að blanda vatni í vínið strax svo ég verði mér ekki til skammar.
<< Home