Harmsögur ævi minnar

22.3.05

Ég skaust út í apótek rétt í þessu til að ná mér í eyrnatappa - þessir helvítis iðnaðarmenn ætla ekki að hætta. Nema hvað að ég ákvað að henda mér á apóteksvigtina sem mælir hæð og þyngd og BMI og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef hvorki þyngst né lést en hins vegar hef ég hækkað um heilan sentimetra. Það eru náttúrulega frábærar fréttir. Hver veit... kannski verð ég orðin nógu stór í vor til að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Eða eitthvað.