Harmsögur ævi minnar

27.5.05

Jæja já... hvað get ég sagt, föstudagur og síðasta helgin mín. Ætli maður skreppi þá ekki eitthvað. Byrja á því að hitta Glókoll í ástarsorg í kaffi og svo sjáum við til. Glókollur í ástarsorg er nú yfirleitt til í stuð. Hann á líka gullvísakort svo þetta ætti ekki að verða vandamál.

Hann á svo líka kvíðastillandi lyf sem ég ætla að stela svo mér líði ekki alltaf eins og það sé nagdýr í maganum á mér að éta mig að innan. Ég er viss um að ég er annaðhvort með magasár eða bakflæði. Er enginn með bakflæði lengur? Þetta var nú ekkert smá í tísku fyrir nokkrum árum.

Sé til... ef ég æli blóði þá er þetta líklegast magasár.