Harmsögur ævi minnar

20.5.05

HA HA HA!

Vonbrigði ársins í gær... djöfull er fyndið að við höfum ekki komist áfram. Þetta leysti reyndar vandamál hjá mér því nú þarf ég ekki að stressa mig yfir því hvað ég á að gera á laugardagskvöldið.

Horfði á undankeppnina hjá Dóru. Hún kaus Pólland (klofið tók völdin) en ég varð ástfangin af Króatíumanninum. Ég átti því miður ekki inneign á símanum til að kjós'ann... þá er bara að vona að hann birtist í draumum mínum í nótt í stað dónalegra svertingja og sápuóperusúkkulaðigæja (já og svo var hann ekkert úr One Tree Hill heldur Jack og Bob eða eitthvað).

Komst Króatía annars áfram? Gleymdi alveg að fylgjast með því... ef svo er ætla ég að horfa á keppnina í silkináttkjól með öðrum stelpum í silkináttkjólum og svo förum við í koddaslag og fjaðrirnar fjúka út um allt og festast í nuddolíunni sem við notuðum hvor á aðra skömmu áður.

Boris Novkovic... here I come!