Harmsögur ævi minnar

3.5.05

Ég fór að máta bikiní í verslanamiðstöð í dag. Lenti í því skemmtilega atviki að eiginmaður konunnar í básnum við hliðina svipti upp skilrúminu hjá mér með látum þar sem ég stóð algjörlega varnarlaus með jullurnar út í loftið. Ég veit eiginlega ekki hvort okkar varð vandræðalegra. Hræææðilegt.

Besta var samt að ég beið með að segja mömmu söguna þar til við vorum komnar út úr búðinni til að lenda ekki í því að gaurinn stæði fyrir aftan okkur eða eitthvað og heyrði allt. Nú, við vorum komnar fram á gang og ég byrja frásögnina með mjög leikrænum tilburðum og tilheyrandi hlátrasköllum og látum. Stendur þá ekki karluglan akkúrat hálfan metra frá mér. What are the odds???

Annars var ég að spá í að biðja um ráð til að losna við bollumaga á þremur vikum. Án líkamsræktar eða skurðaðgerðar. En lausnin er komin. Það er ekkert jafn anorexíuhvetjandi og að standa fyrir framan spegil í sundfötum... í þröngum mátunarklefa með halógenljósum. Oj.