Harmsögur ævi minnar

29.4.05

Ef ég væri einu stigi latari þá myndi ég deyja úr leti. Asskoti er alltaf leiðinlegt að vera í prófum. En þetta gengur nú sem betur fer ótrúlega fljótt yfir.

Náði þeim merka áfanga í lífinu í gær að horfa á þrjá sjónvarpsþætti samtímis. Já það er hægt. Missti reyndar af svolitlu en það verður ekki á allt kosið.

Það var nokkuð sterkt atriðið í Desperate Housewifes þegar ljóshærða gellan gjörsamlega tapaði sér. Alveg eins og mamma!

En jæja, ég er orðin uppiskroppa með afsakanir til að læra ekki. Hef ekkert að segja, enginn póstur, ekkert blogg sem ég er ekki búin að lesa. Nú bara út í eina sígó og svo bara stuð! Ég elska skólann!