Harmsögur ævi minnar

17.4.05

Ekki eðlilega glatað þetta veður. Raki sem smýgur inn í merg og bein og ég með verki út um allt og hausinn fullan af hori. Búin að taka parkódín og drekka te með hunangi en líður samt eins og gamalli ælu. Ætla samt að skrifa ritgerð, ég skal ég skal. Ég er með akkúrat nægan mátt í líkamanum til að hreyfa puttana á lyklaborðinu. Restin af líkamanum getur hvílt sig á meðan.

Matur hjá Ritu í kvöld, e-ð bilað sjávarréttaþema... sjáum til með það. Nenni ekkert að mæta ef ég finn ekki bragð.

Svo kem ég heim á miðvikudaginn... vonandi kemur e-r að sækja mig. Tek það fram að það verður ekkert sniðugt gert fyrr en 11. maí þegar ég klára próf. Vill kannski enginn gera neitt með mér? Eru allir búnir að gleyma mér?? Búhúúú....