Harmsögur ævi minnar

14.4.05

Það er kona í blokkinni okkar sem er svo snældugeðveik að það er engu lagi líkt. Ég mætti henni áðan og... *hrollur*. Hún horfir á mann með galtómu og ráðvilltu augnaráði, soldið eins og Cujo í samnefndri bíómynd. Best er að passa sig að ná ekki augnsambandi og flýta sér í burtu, því ef hún nær að byrja að tala þá er fjandinn laus.

Þá fær maður að heyra t.d. hvernig allir karlmenn í blokkinni eru búnir að reyna að nauðga henni í lyftunni og hvernig bróðir hennar lamdi hana þegar hann bjó hérna (þá var hún að æpa og henda til húsgögnum inni í íbúðinni meðan vesalings bróðirinn stóð skíthræddur á stigapallinum).

Svo stoppaði hún Francesco (stráksómyndina hennar Ritu) á stigaganginum þegar hann var smákrakki og sagði honum að mamma hans væri mella og tæki á móti karlmönnum þegar hann væri í skólanum. Rita var/er nefnilega einstæð móðir sem þótti nú ekki fínt fyrir 20 árum á Ítalíu, en fyrr má nú rota en dauðrota. Hún hljóp líka á eftir Ritu sjálfri og æpti "Hóra, hóra!!". Rita játaði þetta allt á sig... enda svosem ekkert vit í því að þræta við svona fólk.

En hún er þvílíkt krípí þessi kelling.