Harmsögur ævi minnar

7.4.05

Ákvað að setjast fyrir framan tölvuna og læra aðeins fyrir svefninn. Heyrðu... allt í einu finn ég þessa líka lykt... svona eins og kemur af gamalli og skemmdri skinku. Fór að snusa út í loftið í leit að upprunanum og hah! Var það þá ekki bara lyktin af fótunum á mér þegar ég fór úr strigaskónum eftir 12 tíma. Alltaf er maður nú að uppgötva eitthvað nýtt.