Harmsögur ævi minnar

2.4.05

Við héltum pínku matarboð hjá Ritu í gær. Elduðum svo bilað góðan mat að ég hélt ég yrði ekki eldri... cannelloni með ricotta og spínati, besjamellu og ragúi og svo beikonvafðar kornhænur. Schnilld.

Í dag er mér svo boðið í gin-partý klukkan 15:00. Ætli maður kíki ekki... áfengisneysla fer þó eftir ritgerða- og verkefnaafköstum fram að því. Djöfulsins skólaprump.

Er þegar farin að finna fyrstu einkenni prófstress-s. Get ekki sofnað og er komin með oggu kvíðahnút ofarlega í magann sem á eftir að stækka og stækka og stækka... Af einhverjum ástæðum fer líkaminn í þessum aðstæðum að kalla á meira koffín og nikótín sem gerir ástandið ennþá verra og ta-da... víííítahriiiingur daauuuuðans! (sagt mjög dimmraddað) Ofan á þetta bætist svo skelfilegur valkvíði þar sem það þarf að velja námskeið fyrir næsta vetur í vikunni. Ég get ekki tekið ákvarðanir og nú er ég farin að stressa mig á því líka. Ég ætti náttúrulega að vera a.m.k. 3% öryrki með allar þessar kvíðaraskanir. Í alvöru talað, þetta er ekki að hamla mér neitt smá í daglegu lífi.