Þau undur og stórmerki gerðust í dag að veðurgotinn hér til hægri brá sér í stuttbuxur og hlýrabol í fyrsta skipti síðan síðasta haust. Það þýðir að hitinn fer upp í 20°C og ekkert nema gott um það að segja. Reyndar hef ég lesendur grunaða um að fylgjast ekki nógu vel með veðrinu hjá mér (eins og mér finnst sjálfri gaman að fylgjast með veðrum annars staðar). Því hef ég ákveðið að færa veðurgotann lengst upp til að þið komist ekki hjá því að skoða hann.
Svo er ég í dálitlum vandræðum með það hvort ég á að halda veðurgotanum (hann er nú krúttlegur í NIN átfittinu) eða skipta um fíguru... fá mér jafnvel huggulega léttklædda veðurdömu? Hvað segja bændur þá?
Tjah, mér finnst nú líklegast að fólki sé skítsama.
<< Home