Harmsögur ævi minnar

31.3.05

Ég er farin að taka upp á því að vefja mér sígarettur... mun ódýrara og betra. Er samt að lenda í hellings vandræðum með vafningana. Ég vafði mér alltaf sígarettur í Skotlandi '97 og man ekki betur en að það hafi gengið bærilega. Núna er þetta algjört klúður og ég virðist ekki ætla að komast upp á lagið með þetta aftur.

Það lítur út fyrir að það sé auðveldara að gera góða sígarettu með pínku óhreinar hendur (upp á rúlleríið sko) en ég er alltaf nýbúin að þvo mér um hendurnar eða vaska upp þegar mér dettur í hug að reykja. Ég fer reyndar á klósettið á hálftíma fresti þannig að það er hæpið að ég sé nokkurn tíma með skítugar hendur. Ég reyndi áðan að skíta út á mér hendurnar með því að nudda þeim á sveitta bletti á líkamanum en það gerði bara illt verra. Það er nóg að reykja ógeðslega ljóta og gisna sígarettu þó það sé ekki svitafýla af henni í ofanálag.

En ég hef mikla trú á því að æfingin skapi meistarann og er sko ekki af baki dottin. Ég er með ýmis ráð í pokahorninu. Að sjálfsögðu megið þið deila með mér upplýsingum ef þið kunnið einhver töfraráð.