Harmsögur ævi minnar

5.4.05

Var að horfa á "Allt í drasli" á Skjá 1. Þessir þættir minna mig svolítið á sambúð mína og fyrrverandi. Ég væri þá væntanlega í hlutverki skólastjórans og hann í sporum greyið fólksins sem lætur skipa sér fyrir á eigin heimili.

Ekki það að ég sé e-r þrifafasisti... eða hann subba (bara dæmigerður karlmaður sem virðist ekki taka eftir ryki, skít og bremsuförum í klósetti). Ég á það bara soldið til að vilja að verkin séu gerð eins og ÉG vil og þegar ÉG vil, og er því yfirleitt stanslaust að skipta mér af, röfla og yfirtaka ýmis verkefni. Það hlýtur að vera ógeðslega skemmtilegt að búa með mér.

Ef það væri löglegt þá myndi ég giftast sjálfri mér. Þá væri alltaf allt eins og ég vildi hafa það og ekkert vesen framar. Og hananú.