Kræst ólmætí, það rignir og rignir og rignir. Ég sem ætlaði að fá mér ís í vikunni...
Gleymdi svo alveg í þynnkunni í gær að segja frá öllu enskumælandi fólkinu sem ég hitti í partýinu á laugardaginn. Ég hef ekki hugmynd um hvar þetta lið felur sig dags daglega í ekki stærri borg en Cagliari en það var allaveganna nóg af þeim þarna; Kanadabúar, Skotar, Írar, Englendingar og meira að segja einn Ástrali. Ástralska stelpan var ekkert smá hissa þegar ég sagði henni hvaðan ég kæmi og var á fullu: "VÁÁÁÁ EN FYNDIÐ!!!", "VÁÁÁ EN SKRÝTIÐ AÐ ÞÚ SÉRT FRÁ ÍSLANDI!!!". Ég sagði henni að mér fyndist miklu skrýtnara að vera Ástrali á Sardiníu heldur er Íslendingur... sem er alveg satt. Ein geðveikt beisk.
En langflottastir fundust mér Skotarnir sem voru sko ekki frá Glasgow eða Edinborg eða svoleiðis prumpi. Nehei, þessir Skotar voru frá The Isle of Skye. Er til eitthvað svalara en það? Ef ég væri þaðan væri ég alltaf að kynna mig fyrir einhverjum.
Þetta Íslendingadæmi fer nú annars að verða svolítið þreytt. Alltaf sama helv... "WOW REALLY????". Eins og íbúar Íslands séu 13 og það ólíklegasta í heimi að þeir ferðist eitthvað. Og hvað þá að rekast á þá í útlöndum... "WOW REALLY??!" Hrmmfff...
Svo var hálfur Sardi/hálfur Einhvers-staðar-frá-Afríkubúi sem bjó með nokkrum Íslendingum í Mílanó og gat sagt: "Mamma þín er beygla" og "Ég er blindfullur". Það var ánægjulegt.
<< Home