Það er ógeðslega leiðinlegt að vera stressaður og pirraður og þurfa að skrifa eitthvað í flýti og penninn sem maður grípur skrifar ekki. Ég er reyndar ekkert pirruð núna en ég lenti í þessu um daginn... ég barði líka pennann í köku og henti honum svo fram af svölunum. Djííís hvað maður er tens stundum. Anger management anyone?
Svo var líka súperpirrandi í vetur þegar það var svo kalt inni að allir kúlupennar stífluðust (og ég nota bara kúlupenna). Ég þurfti að halda þeim yfir kveikjara til að lina blekið - skrifa nokkrar línur og endurtaka svo leikinn. Þetta hljómar nú eins og frásögn úr skotgröfunum í seinni heimstyrjöldinni. En svona er lífið bara... stundum stífnar blek af kulda og stundum ekki.
Ég var svo rétt í þessu að finna framköllunarmiða í skúffunni hjá mér. Ég fór semsagt með myndir í framköllun í byrjun janúar. Ef mig minnir rétt þá eru þetta myndir frá 2000-2001 þannig að ekkert liggur nú á. Ekki úr þessu.
<< Home