Harmsögur ævi minnar

8.4.05

Var að þrasa við meðleigjendur mína um reykingar. Þau voru að ásaka mig um að reykja of mikið. Eitthvað: "Já en Dísa sko, þú ert að reykja þessar hnausþykku heimavöfðu sígarettur í tugatali... þú setur ekki einu sinni filter!", og ég svaraði: "Filter?! Hver þarf filter... til hvers haldiði að ég sé með lungu???". Þá sögðu þau: "Já einmitt... finnst þér þetta eitthvað fyndið eða?". Ég: "Neeei nei". En ég var sko að drepast úr hlátri inni í mér. Ha ha ha... filter.