Harmsögur ævi minnar

8.4.05

Dagur dauðans.

Reyndar komin á annan bjór svo ég er að róast en þvílíkt og annað eins helvítis helvíti.

Kveikti á tölvunni í morgun eins og venjulega en í staðinn fyrir að opna Windows stóð bara eitthvað get-ekki-búttað-whatchamacallit-andskotans-rugl. Ég slökkti og kveikti og allt bara en allt kom fyrir ekki og helvítis stykkið neitaði að virka. Ég sá fyrir mér allar ritgerðir og verkefni vetrarins horfin út í rass... fyndið þar sem ég var að spá í því í gær að vista háskólamöppuna á utanáliggjandi harða drifið svona bara til öryggis. En þá hugsaði ég með mér: "Naaah, hvað gæti svosem gerst?" Nú, auðvitað þetta. Fékk svo tölvuklára nágrannann minn í heimsókn og snillingurinn sem hann er þá tókst honum að laga allt saman... á 5 tímum þó. Ég sver það að ég reykti 2000 sígarettur á meðan... og kúkaði 15 sinnum af stressi.

Svo ætlaði ég í sturtu en þá hafði eitthvert gáfnaljósið á heimilinu tekið heitavatnskútinn úr sambandi í gær og gleymt að setja hann í samband aftur. Þannig að ái. Fífl.

Eftir þau leiðindi ætlaði ég að fá mér kaffisopa til að róa (já einmitt) taugarnar, en nei, kláraðist þá ekki gaskúturinn í eldhúsinu.

Eftir þessi leiðindi þá langar mig svo ekki til þess að læra og svo mest til þess að detta í það og dansa frá mér leiðindin. Ég er enn óákveðin... bakkus kallar. Skrýtið þetta... ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að það væri alkóhólismi í fjölskyldunni.