Héldum óvænta veislu fyrir Ritu í gærkvöldi þar sem hún er fimmtug í dag kellingin. Það var ekkert smá stress og vesen. Ég og Anna ætluðum að gera lasanja og voru allir sáttir við það nema Subbi sem heldur (ranglega) að hann sé meistarakokkur því pabbi hans á veitingastað.
Þannig að Anna sagði honum þetta með lasanjað semsagt og hann fór að plana og skipa fyrir og segja að við þyrftum að setja þetta og hitt og bla bla blaaaaa. Sjálfskipaður yfirkokkur. Við Anna sögðum þá við hann að kaaaannski væri einn pastaréttur ekki nóg og hvort hann vildi ekki bara gera e-ð sjálfur og við myndum elda okkar.
Gekk eins og í sögu, hann var þvílíkt sáttur og gat brasað og subbað út að vild. Snilldarplan. Svo þegar við tókum pastaréttina út úr ofninum sagði Anna hátt og skýrt: "Þetta er pastað sem ÉG OG DÍSA gerðum, og þetta er pastað sem SUBBI gerði". Og það sem pastað hans var ógeðslegt og lasanjað okkar himneskt meeeeen. Svona lærir hann að steinhalda kjafti næst þegar hann fer að besservissera í eldhúsinu. Hvenær ætlar að fatta að hann eldar ógeðslegan mat??
Anyway, svo gerðum við líka hevví over the top rjómatertu með fullt af drasli og hún var snilld. Rita er svo hrifin af blautum og ofhlöðnum kökum. Og sörpræsið tókst svona líka vel; hún var rosa hissa og fór smá að gráta og allt. Júhú!
<< Home