Jamm og jááá... Subbi var að subbast í eldhúsinu í hádeginu í dag og náði þeim frábæra árangri að kveikja í eldavélinni, drullusóta út viftuna og brenna filterinn innan úr henni. Geri aðrir betur.
Svo var hans þrifadagur í dag en það eina sem hann virðist hafa gert er að rennbleyta öll gólf og opna svo glugga til að þurrka það. Ég þurfti að synda á klóið... eins gott að það eru marmaraflísar á gólfinu en ekki parket. Og svo er ryk út um allt... ég er að tapa þolinmæðinni, ég sver það. Eins gott að það er CSI í kvöld.
<< Home